Hvað er að!!!

Ég á von á mínu fyrsta barni eftir rúmlega tvo mánuði og ég spyr bara verður einhver til staðar til að taka á móti barninu mínu? Það virðist vera í lagi samkvæmt yfirvöldum, að borga ljósmæðrum ómannsæmandi laun fyrir að gegna einu mikilvægasta starfi samfélagsins þ.e. að taka á móti nýju lífi. Það er eins og yfirvöld geri sér ekki grein fyrir því hvað er í húfi. Mér finnst sem yfirvöld séu að segja að líf barnsins míns skipti engu máli. Er þjóðfélagið orðið svona siðblint að peningar eru farnir að skipta meira máli en mannslíf? Hvað er eiginlega að spyr ég bara!!!

Ég styð ykkur heils huga ljósmæður, ég vona bara að ég fái nauðsynlega þjónustu þegar kemur að fæðingu barns míns, ég get jú ekki haldið í mér!!!


mbl.is Árangurslaus samningafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga

Ohh hvað ég skil þig. Og ljósmæður sinna einu mikilvægasta starfi þjóðfélagsins.

Vonandi tekur ljósmóðir á góðum launum á móti gullmolanum þínum. :)

Sigga, 10.7.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband