Þvílík endemis vitleysa

Ráðherra er bara ekki heill á geði það er nokkuð ljóst. Er ekki hægt að krefjast þess að hann segi af sér. Forsætisráðherra í Taílands varð að segja af sér fyrir að vera með matreiðsluþátt og það er nú varla alvarlegt brot gegn lýðræðinu, en að sýna engan vilja til að semja við mikilvægustu stétt landsins og stefna þeim svo fyrir ólögmætar uppsagnir er hneyksli. Slíkt gerir engin heilvita maður amk ekki maður sem á börn né lætur sér annt um þau. Slíkur maður á ekki heima í ríkistjórn.Það er hvorki lýðræðislegt né mannúðlegt að neita tilvonandi meðlimum þjóðfélagsins um þá þjónustu sem þau eiga skilið. Hvað þarf til, til þess að samið verði við ljósmæður, að barn eða móðir deyji í fæðingu vegna þess að það var enginn vilji frá ríkistjórn landsins að semja við ljósmæður?
mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband