1.8.2008 | 13:08
Helvítis bankar og bankamenn
Ég myndi gefa hægri höndina fyrir 1/10 af launum hans á mánuði, þá gæti ég borgað allar mínar skuldir á einu bretti. Hvað gerir svona fólk við peningana eiginlega, afhverju gefa þeir ekki fátæklingum eins og mér hluta af launum sínum! Nei, þeir reyna frekar að klekkja á manni og blóðmjólka mann um hvern eyri sem maður á og jafnvel á ekki til þess eins að geta borgað sjálfum sér svimandi há laun sem dyggðu til að fæða heila Afríkuþjóð í ár eða meira. Ég öfunda svo sem ekki þessa menn og konur því ég myndi ekki vita hvað ég ætti að gera við alla þessa peninga, ég einfaldlega fyrirlít þetta fólk, hirðir af manni allt og gefur ekkert til baka, smásálarháttar þessa fólks er til skammar. Að hafa samvisku í að borga sjálfu sér svona svívirðilegar upphæðir á meðan þjóðfélagið líður fyrir með hækkandi lánaafborgunum og vaxandi kreppu.
Með 62 milljónir á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það err ekki skrítið að bankar skuli vera óvinsælustu stofnanir landsins. Helvítis afætur !
Stefán (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:20
En hvað getum við gert? Hætt að nota Debit- og kreditkort? Passað okkur að skuldsetja okkur ekki og svo framvegis. Kannski er það málið, við stuðlum að þessu. Við látum berja okkur áfram eins og h*rur.
Sumarliði Einar Daðason, 1.8.2008 kl. 19:39
Ókei, við erum slungin með kortin og allt er keypt á lánum, en er þetta ekki svolítið langt gengið? Laun á við 250 hjúkkur...
Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.