30.7.2008 | 08:23
Vont kaffi!!!!!!!
Afhverju í ósköpunum vill fólk fá inn erlenda samkeppni og þar með draga úr grósku þessara íslensku fyrirtækja. Skil ekki svona bull. Nauðsynlegt er að styðja við íslensk fyrirtæki sér í lagi á þessum síðustu og verstu tímum. Auk þess er Starbucks með ógeðslegt Amerískt kaffi sem er ódrykkjarhæft. Ég vil ekki sjá þessa keðju hér á landi. Niður með Starbucks.
Starbucks er ekki á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Starbucks er gott kaffi, kósý sófar og tónlist og geðveikar (smá)kökur.
Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, 30.7.2008 kl. 08:39
Hvernig kaffi pantaðiru þér ?
Starbucks er með mjög fínt kaffi. Hefur verið gott allstaðar sem ég hef farið í bandaríkjunum, og ég kvarta oft undan veiku eða lélegu kaffi.
Stebbi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 08:54
Ég drekk ekki einusinni venjulegt kaffi en ég elska Starbucks. Það er ekki hægt að fá jafn góða kalda drykki neinstaðar á íslandi eins og fást á Starbucks. Ég bíð spennt eftir að þeir opni hérna útibú svo ég geti fengið mér caramel frappucino (mmmmmm) án þess að fara út fyrir landsteinana.
Ágústa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 09:11
ég veit ekkert betra en að koma heim til Íslands og fá mér kaffi á ÍSLENSKU kaffihúsi en ekki á þessum kaffihúsakeðjum sem ég er umkringd þar sem ég bý. starbucks er ágætis staður, skárri en margar aðrar keðjur, en ENGAN VEGINN betri en íslensku kaffihúsin.
ég fer að gráta þann dag sem ég kem heim og sé Starbucks á Íslandi.
er til undirskriftarlisti til að mótmæla opnun starbucks á Íslandi??
Sólveig Ósk Óskarsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:01
sammála frummælanda og þér Sólveig
þetta kaffi er ekki gott miðað við t,d súfistanum dásamlegt kaffið þar
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:37
Hvað er vandamálið? Er ekki úrval af hinu góða? Þið sem eruð of góð með ykkur til að fara á Starbucks getið bara haldið ykkur við ykkar uppáhaldsstaði og fólki sem langar í Starbucks fer á Starbucks. Fyrir utan það væri þetta auðvitað rekið af Íslendingum með afnot af þessu vörumerki eins og allar aðrar erlendar keðjur hér, nokkurn veginn enginn munur á því og "íslensku" fyrirtæki/kaffihúsi.
Starbucks er með afbragðsgott kaffi og aðrar veitingar og væri ég spenntur fyrir því að fá slíkan stað hingað.
Guðmundur Ragnar Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:48
Starbucks kaffið sem ég hef smakkað í USA var ekkert spes en Starbucks í Evrópu og Asíu er mun betra. Ég býst við að Starbucks lagi reksturinn að kaffivenjum hvers landssvæðis.
Aftur á móti eru Te og Kaffi og Kaffitár með mjög gott kaffi og ég skil ekki þá sem halda að stórar keðjur séu alltaf málið, voru ekki allir rosalega spenntir fyrir McDonalds þangað til þeir opnuðu loksins hérna og allir sáu að borgararnir voru bara rusl?
Karma (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:51
Ég get ekki með nokkuru móti skilið að fólk vilji fá fyrirtæki hingað til lands sem styður með fjárframlögum, hryðjuverkahópa eins og EarthFirts og SeaShepards.
Fannar frá Rifi, 30.7.2008 kl. 19:55
Frappuchino með karamellu, banana eða jarðaberja sýrópi er ekki kaffi....
Eflaust ágætt til sín brúks en fjandakornið EKKI KAFFI!
Skil ekki að nokkur vilji Starbucks hingað þegar kaffihús á borð við Kaffitár, Te og kaffi og Kaffifélagið á skólavörðustíg eru til boða, nú eða súfistinn og litla Café d´haiti......Úrval er af hinu góða og það er nóg úrval.
Ég yrði fyrst að skrá mig á listann gegn amerísku frappó keðjunni... Því það er hægt að fegra það á allan hátt en þetta verður aldrei íslenskt frekar en macdonalds.
Hildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.