27.6.2008 | 12:07
Ímynd einfaldleikans!!!
Fossarnir fjórir í New York marka tímamót í list Ólafs Elíassonar því þetta er umfangmesta verk hans til þessa. Hann hefur áður unnið með þetta konsept en af allt annarri stærðargráðu því eru það gleðitíðindi hversu vel hefur verið tekið í þessa ,,lifandi" skúlptúra hans.
Ólafur Elíasson er einn af þeim íslensku listamönnum sem hvað mest hefur verið í sviðljósinu undanfarin ár bæði hér heima og ekki síður erlendis. Þó svo að hann sé uppalinn í Danmörku þá höfum við Íslendingar tileinkað okkur nafn og verk þessa geðþekka manns. Ólafur hefur aðallega fengist við innsetningar inn í ýmiskonar rými og uppsetningar á ,,lifandi" skúlptúrum utandyra.
Segja má að hann hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu er ,,Sólin" eða "The weather project" eins og verk hans hét í raun, hans var afhjúpuð í túrbínusal Tate Modern í október 2003. Þar mátti líta stærðarinnar sól sem var afskaplega einföld hugmyndafræðilega séð en eilítið flóknari í uppsetningu.
Verk Ólafs eru flest ef fljótt er á litið afskaplega einföld í hugsun en framkvæmdin mun flóknari. Hugmyndafræðin á bak við verkin virðist einnig vera einföld en oftar en ekki er mun meira á bak við hvert verk. Þau fjalla ekki einungis um náttúruna heldur tímann og rúmið. Oftar en ekki fá verk hans fólk til að skynja fallvaltleika lífins og að ekkert varir að eilífu. Náttúran er breytingum háð og verk hans sýna vel hversu mikið hönd mannsins spilar inn í umbreytingar náttúrunnar. Einnig snerta verk hans á samfélagslegum þáttum, þau hafa ákveðinn sameiningarkraft á sama tíma og þau eru ákaflega pólitísk.
Verk hans líkt ,,Sólin" þjónaði hagsmunum almennings þar sem fólk kom saman og sat undir sólinni líkt um hina raunverulegu sól væri að ræða og skeggræddi málefni líðandi stundar og snæddi hádegisverð. Á sama tíma sköpuðust umræður um umhverfismál og virtist hugmyndin um gervisól stuðla að aukinni vitundarvakningu almennings um náttúruna og óvaranleika hennar.
Ekkert varir að eilífu og tíminn sér til þess. Með því að láta verk sín vera háð tíma og rúmi er Ólafur einmitt að fjalla um endaleikann en á pólitískan hátt með því að sýna allan þann búnað sem þarf til uppsetningar verka hans. Það sést að mannshöndin hefur komið að verkinu líkt um virkjun fossa væri að ræða eða aðra staði þar sem maðurinn hefur haft afskipti og inngrip í náttúrna. Engu er leynt og því ættu verk hans að vera svipt allri töfrahulu en það er eitthvað heillandi við að sjá manngerða sól eða foss þrátt fyrir allar þær áleitu hugsanir um umhverfismál leiti á mann.
Það eru kannski einmitt hugsanir um tímann og eilífðina sem halda manni hugföngnum yfir ekki flóknari verkum en oft er einfaldleikinn einmitt stórbrotnastur því ekkert er eins einfalt og það sýnist.
Fossar falla í Austurá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst svo fyndið að bæði Íslendingar og Danir vilja eiga Ólaf. :)
Velkomin í bloggheima, kæra mágkona. :)
Sigga, 27.6.2008 kl. 14:21
Já það er skondið en ég held að þetta sé meira af hálfu Íslendinga en Dana að kynda undir þessum umræðum. Það skiptir svo sem ekki máli, hann á ættir að rekja til Íslands þó hann sé dani
STERRUR , 27.6.2008 kl. 15:53
Danir eru ekkert betri en Íslendingar. Þeir eru alltaf að fjalla um hann og kalla hann oftast islensk/dansker, en vilja helst að hann sé dani.
Ólafur er með rætur í báðum löndum, sinn fótinn í hvoru landi. En hefur búið í Berlín í a.m.k. 19 ár, hann hefur starfað út um allan heim allann tímann, svo hann er orðinn mikið meira en íslendingur eða dani. Við eigum hann öll, og getum verið stolt af því.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 27.6.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.