24.6.2008 | 09:42
Hver sér ekki mun á birni og kind
Hvítabjörn og sauðkind eru tvennt ólíkt þó bæði séu hvít og fætur þeirra eiga ekkert sameiginlegt, annað hefur loppur og hitt klaufir því geta sporin varla verið lík. En hvað um það fólk virðist samt sem áður ruglast á þessum ólíku dýrum. Ég spyr bara; Hvað varð eiginlega um náttúrufræðikennslu þessa lands? Miðað við lýsingarnar undanfarið þá hefur eitthvað miður farið við kennslu í dýrafræði. Fólk ætti kannski að taka öðru hverju upp dýrafræðibækur sér til skemmtunar og fróðleiks. Til að mynda er hægt að fá einstaklega aðgengilegar dýrabækur á barnadeild Borgarbókasafns sem ættu að hæfa vitsmunastigi flestra sem ekki sjá mun á hvítabirni og kind! Því ætti engum að misfarast að gera greinamun þarna á milli eftir lestur slíkst skemmtiefnis.
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2008 kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var ágæt kennslustund hjá þér og leiddi fjölþætta þekkingu þína í dýrafræði glöggt í ljós.
Nú er það uppástunga mín að þú þreytir próf við þessar barnalega fávísu konur á Króknum. Próf í náttúrufræði og hinum ýmsu sviðum almennrar þekkingar, jafnt á bók sem á vettvangi.
Það vill svo til að ég þekki svolítið til þessara kvenna sem þú niðurlægir svo fallega. Þess vegna legg ég jafnframt til að þetta próf verði haft nokkuð þungt,-já bara erfitt.
Það gæti gefið þér efni til að skopast dálítið meira að grunnfærni þeirra.
Hugleiddu þetta. Ég skal reyna að koma þessu í kring fyrir þig.
Árni Gunnarsson, 24.6.2008 kl. 23:26
Það er sjálfsagt mál að þreyta próf í náttúruvísindum þar sem ég tel þekkingu mína ágæta þar sem að ég lagði stund á líffræði og dýrafræði við Háskóla Íslands í smátíma
En augljóslegt er að þú tekur ásökunum mínum um ábótavana þekkingu almennings persónulega og það segir meira um þig en mig. Vitað er að stytt nám í náttúrfræðum við framhaldsskóla þessa lands hefur mikið að segja um hversu vel almenningur er að sér í þess konar vísindum. Með minnkandi framboði náms í náttúruvísindum hlýtur þekking almennings að fara dvínandi því augljóst er að fólk lærir ekki nauðsynlega undistöðuþekkingu einungis af lestri Lifandi vísinda þrátt fyrir mikil ágæti þessa blaðs.
STERRUR , 25.6.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.