Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.9.2008 | 09:37
Þvílík endemis vitleysa
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 08:45
Semjið við ljósmæður!!!
Hvernig væri þá t.d. að semja við ljósmæður. Það er ekki endalaust hægt að tala um að minnka launamuninn það verður að gera hlutina og hvernig væri að byrja á því að laga laun ljósmæðra, sem er ein mikilvægasta starfsstétt landsins. Ég á sjálf von á mér í byrjun október þegar allsherjarverkfall á að skella á og ég kvíði mikið fyrir því að verða hreinlega bara látin fæða inn í kústaskáp eða heima og fá ekki mannsæmandi þjónustu ef eitthvað skyldi koma upp á. Þetta er gríðarlega alvarlegt ástand og ég held að fólk gerir sér ekki alveg almennilega grein fyrir því ennþá, hvað þarf til, að barn eða móðir deyji í fæðingu?
SEMJIÐ VIÐ LJÓSMÆÐUR STRAX!!!!
„Óviðunandi niðurstaða“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 12:13
Hneyksli!!!
Það eru sem sagt til peningar í kerfinu til að hækka laun launahárra forstjóra en það eru ekki til peningar til að hækka laun ljósmæðra sem sinna einu mikilvægasta starfi þjóðfélagsins. Þetta er hneyksli, sýnir bara viljaleysi til að mæta raunhæfum og sanngjörnum kröfum ljósmæðra. Hvernig væri að hækka laun þeirra um 25%. Ótrúlegt.
Laun forstjóra Landspítala hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 08:14
Frábært, ég verð þá bara að halda í mér!!!
Verkfall skellur á daginn áður en ég er sett, frábært. Á ég þá bara að eiga barnið mitt ein með aðstoð mannsins míns, veit ekki hvort ég treysti mér til þess þar sem þetta er fyrsta barn. Ég spyr, hvað verður gert við konur eins og mig sem eiga að fæða á þessum verkfallstíma, er bara lok lok og læs upp á fæðingadeild, Sorry þið verðið bara að koma seinna farið bara heim og reynið að halda barninu inni eða takið sjálfar á móti því. Hverslags framkoma er þetta af hálfu ríkisins að setja fæðandi konur í þessa stöðu, við erum nú nógu hræddar og stressaðar fyrir að það sé ekki ofan á bætt verkfall ljósmæðra. Mér lýst ekkert á þetta, ég verð bara að fljúga erlendis eða eitthvað, ég vil ekki gera þetta ein og óstudd, heima uppi í rúmi eða eitthvað álíka.
Viljið þið gjöra svo vel og semja við ljósmæður um almennileg laun svo ég geti fætt barnið mitt með þeirri aðstoð sem við eigum skilið.
Aðgerðir hefjist í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2008 | 13:08
Helvítis bankar og bankamenn
Ég myndi gefa hægri höndina fyrir 1/10 af launum hans á mánuði, þá gæti ég borgað allar mínar skuldir á einu bretti. Hvað gerir svona fólk við peningana eiginlega, afhverju gefa þeir ekki fátæklingum eins og mér hluta af launum sínum! Nei, þeir reyna frekar að klekkja á manni og blóðmjólka mann um hvern eyri sem maður á og jafnvel á ekki til þess eins að geta borgað sjálfum sér svimandi há laun sem dyggðu til að fæða heila Afríkuþjóð í ár eða meira. Ég öfunda svo sem ekki þessa menn og konur því ég myndi ekki vita hvað ég ætti að gera við alla þessa peninga, ég einfaldlega fyrirlít þetta fólk, hirðir af manni allt og gefur ekkert til baka, smásálarháttar þessa fólks er til skammar. Að hafa samvisku í að borga sjálfu sér svona svívirðilegar upphæðir á meðan þjóðfélagið líður fyrir með hækkandi lánaafborgunum og vaxandi kreppu.
Með 62 milljónir á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2008 | 12:48
Hvað er að!!!
Ég á von á mínu fyrsta barni eftir rúmlega tvo mánuði og ég spyr bara verður einhver til staðar til að taka á móti barninu mínu? Það virðist vera í lagi samkvæmt yfirvöldum, að borga ljósmæðrum ómannsæmandi laun fyrir að gegna einu mikilvægasta starfi samfélagsins þ.e. að taka á móti nýju lífi. Það er eins og yfirvöld geri sér ekki grein fyrir því hvað er í húfi. Mér finnst sem yfirvöld séu að segja að líf barnsins míns skipti engu máli. Er þjóðfélagið orðið svona siðblint að peningar eru farnir að skipta meira máli en mannslíf? Hvað er eiginlega að spyr ég bara!!!
Ég styð ykkur heils huga ljósmæður, ég vona bara að ég fái nauðsynlega þjónustu þegar kemur að fæðingu barns míns, ég get jú ekki haldið í mér!!!
Árangurslaus samningafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2008 | 14:30
Aumingja flugumferðarstjórar!!!
Greyin, þeir hafa það svo bágt á sínum lúsalaunum að þeir verða að krefjast hærri launa, já ég segi hærri launa því staðreyndin er sú að þeir vilja fá sömu laun fyrir minni vinnu. Ég skil vel að þeir vilji minnka yfirvinnu en að krefjast sömu launa og áður er rugl. Það er nú ekki eins og þeir eigi ekki fyrir salti í grautinn með hátt í milljón á mánuði. Ég segi nú bara, hvernig væri að hækka frekar laun launalægstu stétta þjóðfélagsins svo það fólk hafi kannski ráð á nokkrum dropum á bílinn sinn og brauðbita eftir að hafa greitt reikninga fyrir allt að 90 % launa sinna.
Þetta yfirvinnubann bitnar á öllum sem ætla að ferðast innan sem utan lands með flugi og fólk sem missir af flugi eða þarf að breyta tengiflugum fær engar bætur fyrir skaða sinn því flugfélögin hafa sínar reglur og geta nú ekki farið að koma til móts við almenning á þessum síðustu og verstu tímum þegar þau eru með allt niður um sig...!!!
Flugumferðarstjórar á fundi hjá ríkissáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 13:55
Samsæri olíufursta og ráðandi ríkja heimsins
Já svei mér ef þetta er ekki farið að lykta illilega af samsæri en hvað getum við almenningur svo sem gert í því, hætt að kaupa bensín. Ég fer nú bara bráðum að leggja bílnum kaupa mér græna kortið og hjól með þessu áframhaldi. Ég er bara venjuleg kona og hef engar úbertekjur og á gamlan bíl sem eyðir miklu og ég held hreinlega að ég hafi bráðum ekki efni á að kaupa þetta súperdýrasamsærisbensín á gamla jálkinn. Maður gæti svo sem haft það verra og ég held að þetta sé svo sem ekkert svo slæm þróun ef maður lítur bara á þetta pollýönuaugum. Kannski fer maður að hreyfa sig meira fyrir vikið. Kannski er þetta samsæri til þess að sporna við offituvanda vestrænna ríkja, ja sumum veitir nú ekkert af því hreyfa á sér rassgatið en come on, ég fer ekki í útilegu á hjóli.
Bensín hækkar um 3 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 09:42
Hver sér ekki mun á birni og kind
Hvítabjörn og sauðkind eru tvennt ólíkt þó bæði séu hvít og fætur þeirra eiga ekkert sameiginlegt, annað hefur loppur og hitt klaufir því geta sporin varla verið lík. En hvað um það fólk virðist samt sem áður ruglast á þessum ólíku dýrum. Ég spyr bara; Hvað varð eiginlega um náttúrufræðikennslu þessa lands? Miðað við lýsingarnar undanfarið þá hefur eitthvað miður farið við kennslu í dýrafræði. Fólk ætti kannski að taka öðru hverju upp dýrafræðibækur sér til skemmtunar og fróðleiks. Til að mynda er hægt að fá einstaklega aðgengilegar dýrabækur á barnadeild Borgarbókasafns sem ættu að hæfa vitsmunastigi flestra sem ekki sjá mun á hvítabirni og kind! Því ætti engum að misfarast að gera greinamun þarna á milli eftir lestur slíkst skemmtiefnis.
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2008 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)